Miranda July - All Fours
Í ritgerðinni The Double Standard of Aging í ritgerðarsafninu On Women fjallar Susan Sontag um hvernig líf kvenna breytist með aldrinum í samanburði við líf karla. Ritgerðin er frá árinu 1972 en flest í henni á enn vel við um viðhorf samfélagsins til kenna og karla. Hún lýsir því hvernig karlar öðlast meiri reisn og virðuleika með aldrinum á meðan konur eru smánaðar og hæddar fyrir að eldast, líkömum þeirra mætt með viðbjóði. Vilji þær öðlast samþykki skulu þær líta út fyrir að vera á tángingsaldri allt sitt líf. “Once past youth, women are sundered to inventing (and maintaining) themselves against the inroads of age. Most of the physical qualities regarded as attractive in women deteriorate much earlier in life than those defined as “male”. Indeed, they perish fairly soon in the normal sequence of body transformation. The “feminine” is smooth, rounded, hairless, inlined, soft, unmuscled—the look of the very young; characteristics of the weak, of the vulnerable: eunuch ...