Rosalía - Lux
Lux er fjórða plata hinnar spænsku Rosalíu Vila Tobella. Ég man ekki hvar ég heyrði fyrst af plötunni en lag spilað á Rás 1 vakti áhuga minn. Ég er yfirleitt mjög róleg yfir einhverju sem fólk er að missa sig yfir. Vinsældir eru lægsti sameiginlegi samnefnari og höfða oft á tíðum ekkert til mín. Það var spænskan og þjóðlegi tónninn sem vakti áhuga minn. En það voru hljómsveitarútsetningarnar og samsuðan sem virkilega kveiktu í mér. Ég hlustaði fyrst á plötuna í gegn og það fór ekkert í taugarnar á mér þó ég skildi lítið hvað var sagt þar sem hljóðheimurinn er svo áhugaverður. En það var fyrst þegar ég fletti upp þýðingu á textunum sem ég áttaði mig á að hér er eitthvað sérstakt á ferð. Á plötuumslaginu situr Rosalía á bláum grunni. Hún er vafin í hvít klæði þar sem við sjáum hana grípa um axlir sínar og mitti. Hún umverfur sig, lítur undan með lokuð augu og eins og hún sé í eigin hugarheimi. Hún er með hvíta skuplu á höfðinu. Fyrsta lagið heitir Sexo, Violencia y Llantas ....





