Fara í aðalinnihald

Færslur

Sérvalið

Smithsonian Institution og ritskoðun árið 2025

Í frægri grein um endalok sögunnar skrifaði Bandaríski sjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama um endalok kalda stríðsins og upplausn Sovétríkjanna og fjallar um yfirburði hins vestræna, frjálslynda lýðræðisskipulags sem muni á endanum hljóta sinn sess sem hið endanlega skipulag stjórnarhátta mannlegs samfélags (Fukuyama, 1989). Síðan hefur mikið runnið til sjávar en það er sérlega átakanlegt að horfa á hvenig stjórnarhættir í landinu sem Fukuyama skrifaði frá virðast vera að breytast. Bandarísk menning hefur gríðarleg áhrif á Íslandi og um allan heim og það er mikilvægt fyrir Ísland að skoða þá nýju sýn á menningu sem virðist vera að verða til í Bandaríkjunum. Hver er ný sýn Bandarískra stjórnvalda á myndlist? Hér skal ekki fullyrt um stöðu Bandaríkjanna innan alþjóðastjórnmála en enski heimspekingurinn Simone Weil lýsir því hvernig hnignun stórvelda (e. domination) gerist stundum ekki smám saman heldur þvert á móti rísi valdið upp í sinni verstu kúgun á meðan á hnignuninni stendur (W...

Nýjustu færslur

Arcitectural Digest

Áttu hatt? Óður til Bill Cunningham

Skel - hnéskel

Hvaðan koma fötin þín?

Hver ræður hverju þú klæðist?